Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Árni Sæberg skrifa 11. mars 2022 06:49 Almennir borgarar í Kænugarði hafa grafið skotgrafir í undirbúningi fyrir væntanlega komu herliðs Rússa til borgarinnar. Anadolu Agency/Getty Images) Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira