Efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið þó Rússar notuðu efnavopn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:10 Baldur Þórhallsson segir árásina skammt frá landamærum Póllands ekki hafa komið á óvart. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði efast um að NATO myndi blanda sér í stríðið í Úkraínu ef Rússar myndu beita þar efnavopnum. Það þyrfti meira til að NATO færi í allsherjarstríð við Rússland. Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Minnst 35 eru látnir og 134 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Loftárásin var gerð snemma í morgun en að sögn erlendra miðla virðist þetta vera í fyrsta skipti frá innrás Rússa sem ráðist er á svæði svo vestarlega í Úkraínu. Herstöðin er í aðeins 25 kílómetra fjarlægð frá landamærum Póllands, sem er eitt NATO-ríkjanna, en hún hefur í gegn um tíðina verið notuð við herþjálfun sem ýmis NATO-ríki hafa komið að. „Þessi árás í nótt hún þýðir stigmögnun átakanna sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Nú eru átökin að færast í vesturátt að landamærum Úkraínu í vestri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Munu ráðast á birgðaflutningavélar NATO-ríkja Birgðaflutningar NATO-ríkjanna til Úkraínumanna hafa auðvitað komið í gegn um vesturhlutann. Rússar hafa gefið það út síðustu daga að þeir muni beina spjótum sínum að birgðaflutningunum og varað NATO-ríkin við því að flutningavélar þeirra til Úkraínu gætu verið skotnar niður. Baldur telur ekki að þetta muni hafa áhrif á afstöðu NATO-ríkjanna til átakanna. „Svo lengi sem rússneski herinn heldur sig frá því að senda sprengjur yfir landamærin og inn í NATO-ríki þá held ég að þetta leiði ekki til stigmögnunar átakanna á milli annars vegar NATO og hins vegar rússneska hersins,“ segir Baldur Hann segir NATO fullmeðvitað um að ef það myndi fara að blanda sér með beinum hætti inn í stríðsátökin myndi það hafa í för með sér allsherjarstríð milli Rússlands og NATO. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála í vaktinni hér að neðan: Eintómar hótanir í Sýrlandi Forseti Póllands sagði nýverið að ef Rússar færu að beita efnavopnum í Úkraínu þyrfti NATO að endurhugsa afstöðu sína. Baldur efast þó um að það hefði áhrif. „Það sýndi sig sko að NATO og Bandaríkin sögðust ætla að bregðast við efnavopnum í Sýrlandi. Þau sögðust ætla að bregðast við en gerðu ekkert. Ég sé ekki endilega að þeir muni frekar eitthvað bregðast við í Úkraínu,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira