Starfsmaður rússneska ríkissjónvarpsins mótmælti stríðinu í beinni útsendingu Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2022 22:16 Ovsyannikova náði að koma skilaboðum sínum á framfæri á þessari aðalsjónvarpsstöð rússneskra yfirvalda áður en klippt var í burtu og hún fjarlægð. Kona truflaði fréttaútsendingu rússnesku ríkisstöðvarinnar Channel One Russia um klukkan 21:30 að staðartíma í kvöld til að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Konan starfar hjá sjónvarpsstöðinni að sögn mannréttindalögfræðingsins Pavels Chikov og OVD-Info, sjálfstæðs mannréttindahóps sem vaktar mótmæli í Rússlandi. Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira