Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 12:50 Fjölbýlishús í Kænugarði er nánast algerlega ónýtt eftir loftárásir Rússa síðast liðna nótt. AP/Vadim Ghirda Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra. Óskar Hallgrímsson og Mariika kona hans sem búa í miðborg Kænugarðs urðu vör við mikla byssubardaga í gærkvöldi og vöknuðu svo upp við mikinn sprengjuný snemma í morgun. „Síðan klukkan fimm, vöknum við bæði við þvílíkar sprengingar og læti. Þetta var eins og þetta væri bara í garðinum hjá okkur. Húsið nötraði allt og skalf og hélt áfram. það var ekkert ein eða tvær, þetta var alveg tíu eða fimmtán eða eitthvað,“ segir Óskar. Óskar Hallgrímsson segir úkraínska hernum hafa gengið vel við að rjúfa birgðaflutninga Rússa.Stöð 2 Þau hjónin fóru inn á baðherbergi sem þau hafa einangrað sem einhvers konar loftvarnabyrgi. Óskar telur að mestur hávaðinn hafi komið frá loftvarnakerfi borgarinnar sem hafi gefist mjög vel frá því stríðið hófst að skjóta niður bæði rússnesk flugskeyti og orrustuþotur. Þær heimildir sem hann hafi segi að tekist hafi að skjóta niður allt að níutíu rússneskar þotur frá upphafi stríðsins. Engu að síður tókst Rússum að hæfa íbúðarblokk þar sem einn maður lést og skemmdir urðu mjög miklar. Eftir stutt hlé segir Óskar að sprengjugnýrinn hafi byrjað aftur og staðið yfir í um tvær klukkustundir. Enn megi þó heyra í loftvarnaflautum og skothríð af og til. Forsætisráðherrar Póllands, Tékklands og Slóvaníu ætla að eiga fund með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði. Óskar segir þessa heimsókn og stuðning umheimsins skipta miklu máli. Mikill baráttuandi í fólki „Það er svakalegur baráttuandi hér. Fólk hefur svakaleg trú á hernum, ríkisstjórninni og fólk finnur þennan stuðning og meðbyr sem við erum að fá frá alþjóðasamfélaginu,“ segir Óskar. En auðvitað hafi ástandið í borgum eins og Mariupol, Kherson og Kharkiv mikil áhrif á fólk. „Svakaleg sorg. Og auðvitað hræðir þetta fólk. Það er svo erfitt að tala um góðar fréttir í stríði. Það er svo erfitt að segja það var flott að þetta hafi gerst. En við erum náttúrlega í stríði. Maður sér desperatsjónina í Rússunum. Þeir eru farnir að ráðast svona á almenna borgara til að reyna að draga niður móralinn í fólki og fólk er auðvitað hrætt. En ég held að þetta hafi gjörsamlega öfug áhrif á almenna borgara,“ segir Óskar. Hann væri núna kominn með aðgang að mun betri upplýsingum af stöðu mála en áður. Samkvæmt þeim séu Rússar orðnir mjög örvæntingarfullir enda hafi úkraínska hernum tekist að rjúfa birgðaleiðir þeirra víðast hvar. Til að mynda með því að skjóta niður eldsneytisbíla. Þannig takist Rússum ekki að koma vopnum og vistum til innrásarhersins víða. „Þeir færa herinn langt á undan þeim leiðum sem þeir fæða herinn. Straetegían hjá úkraínska hernum er að taka út þessa línur, sem fæða eldsneyti, mat og vopn,“ sagði Óskar Hallgrímsson í Kænugarði í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. 15. mars 2022 11:13 Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Óskar Hallgrímsson og Mariika kona hans sem búa í miðborg Kænugarðs urðu vör við mikla byssubardaga í gærkvöldi og vöknuðu svo upp við mikinn sprengjuný snemma í morgun. „Síðan klukkan fimm, vöknum við bæði við þvílíkar sprengingar og læti. Þetta var eins og þetta væri bara í garðinum hjá okkur. Húsið nötraði allt og skalf og hélt áfram. það var ekkert ein eða tvær, þetta var alveg tíu eða fimmtán eða eitthvað,“ segir Óskar. Óskar Hallgrímsson segir úkraínska hernum hafa gengið vel við að rjúfa birgðaflutninga Rússa.Stöð 2 Þau hjónin fóru inn á baðherbergi sem þau hafa einangrað sem einhvers konar loftvarnabyrgi. Óskar telur að mestur hávaðinn hafi komið frá loftvarnakerfi borgarinnar sem hafi gefist mjög vel frá því stríðið hófst að skjóta niður bæði rússnesk flugskeyti og orrustuþotur. Þær heimildir sem hann hafi segi að tekist hafi að skjóta niður allt að níutíu rússneskar þotur frá upphafi stríðsins. Engu að síður tókst Rússum að hæfa íbúðarblokk þar sem einn maður lést og skemmdir urðu mjög miklar. Eftir stutt hlé segir Óskar að sprengjugnýrinn hafi byrjað aftur og staðið yfir í um tvær klukkustundir. Enn megi þó heyra í loftvarnaflautum og skothríð af og til. Forsætisráðherrar Póllands, Tékklands og Slóvaníu ætla að eiga fund með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði. Óskar segir þessa heimsókn og stuðning umheimsins skipta miklu máli. Mikill baráttuandi í fólki „Það er svakalegur baráttuandi hér. Fólk hefur svakaleg trú á hernum, ríkisstjórninni og fólk finnur þennan stuðning og meðbyr sem við erum að fá frá alþjóðasamfélaginu,“ segir Óskar. En auðvitað hafi ástandið í borgum eins og Mariupol, Kherson og Kharkiv mikil áhrif á fólk. „Svakaleg sorg. Og auðvitað hræðir þetta fólk. Það er svo erfitt að tala um góðar fréttir í stríði. Það er svo erfitt að segja það var flott að þetta hafi gerst. En við erum náttúrlega í stríði. Maður sér desperatsjónina í Rússunum. Þeir eru farnir að ráðast svona á almenna borgara til að reyna að draga niður móralinn í fólki og fólk er auðvitað hrætt. En ég held að þetta hafi gjörsamlega öfug áhrif á almenna borgara,“ segir Óskar. Hann væri núna kominn með aðgang að mun betri upplýsingum af stöðu mála en áður. Samkvæmt þeim séu Rússar orðnir mjög örvæntingarfullir enda hafi úkraínska hernum tekist að rjúfa birgðaleiðir þeirra víðast hvar. Til að mynda með því að skjóta niður eldsneytisbíla. Þannig takist Rússum ekki að koma vopnum og vistum til innrásarhersins víða. „Þeir færa herinn langt á undan þeim leiðum sem þeir fæða herinn. Straetegían hjá úkraínska hernum er að taka út þessa línur, sem fæða eldsneyti, mat og vopn,“ sagði Óskar Hallgrímsson í Kænugarði í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. 15. mars 2022 11:13 Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. 15. mars 2022 11:13
Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18