Vaktin: Segja hundruð þúsunda hafa snúið aftur til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. mars 2022 06:52 Slökkviliðsmenn berjast hér við mikinn eld í vöruskemmu í útjaðri Kænugarðs, eftir sprengjuárás Rússa. AP/Vadim Ghirda Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira