Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2022 09:29 Rússnesk orrustuþota af gerðinni MIG-39 með ofurhljóðfráa eldflaug sem kallast rýtingur. EPA/SERGEI ILNITSKY Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar. Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt. Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi. Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu. Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Video of Kinzhal missile launch and hit (almost?) pic.twitter.com/8uBbAHLKJz— Liveuamap (@Liveuamap) February 19, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25 Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31 Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01 Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar. Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt. Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi. Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu. Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Video of Kinzhal missile launch and hit (almost?) pic.twitter.com/8uBbAHLKJz— Liveuamap (@Liveuamap) February 19, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25 Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31 Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01 Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25
Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31
Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01
Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20