Tengja 91 milljarðs króna snekkju við Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2022 09:43 Hér má sjá snekkjuna Scheherazade við stendur Tyrklands í ágúst 2020. Getty/Osman uras Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu. Scheherazade er 139 metra löng glæsisnekkja og er útbúin þyrlupalli, sundlaug, kvikmyndahúsi og vörnum til að skjóta niður dróna, samkvæmt heimildum sem Forbes vitnar í. Snekkjan var smíðuð í Þýskalandi og sjósett árið 2020 og er nú í Marina di Carrara á Ítalíu. Yfirvöld víða um heim vinna nú hörðum höndum að því að finna eigur rússneskra auðjöfra sem tengjast Pútín og hafa verið beittir refsiaðgerðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og frysta þær eigur. Búið er að leggja halda á þó nokkrar snekkjur víða um heim. Eigur Pútíns eru aldrei skráðar á hann sjálfan, heldur eru þær sagðar vera formlegar eignir auðjöfra sem honum tengjast. Hann er þó talinn mögulega eiga Scheherazade með hálf-beinum hætti í gegnum aflandsfélög. Ráðamenn á Ítalíu hafa reynt að finna út hver á snekkjuna og fyrr í mánuðinum sagði New York Times frá því að yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu fundið vísbendingar um að hún væri í eigu Pútíns. Samtök Navalnís hafa í nokkur ár rannsakað spillingu Pútíns og bandamanna hans og hafa meðal annars bent á glæsihýsi sem kallað er „höll Pútíns“. Í nýju myndbandi sem samtökin birtu í gær er staðhæft að Pútín eigi Scheherazade. Meðal annars hafi þau fundið út að áhafnarmeðlimir snekkjunnar starfi hjá stofnun sem verndi háttsetta rússneska embættismenn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Það er á rússnesku en hægt er að setja á enskan texta. Rannsakendur samtaka Navalnís segjast hafa komið höndum yfir lista yfir áhafnarmeðlimi snekkjunnar. Næstum því allir þeirra eru rússneskir og margir voru skráðir til starfa hjá opinberri rússneskri stofnun sem sér um að vernda hátt setta rússneska embættismenn og kallast FSO. Þessi stofnun mun einnig sjá um öll formleg heimili Pútíns. Hún byggi þau, verji, haldi þeim við og sjái um hag Pútíns þegar hann heldur til í þeim. „Þeir sjá bókstaflega um líf Pútíns,“ segir María Pevchikh, einn rannsakenda samtakanna á Twitter. Hún fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar á Twitter í gær. Hún sagði að einn úr áhöfn skipsins hefði sent þeim myndir þaðan og staðfest að snekkjan væri í eigu Pútíns. The yacht is owned by an anonymous offshore company from the Marshall Islands. No one has claimed it yet. So it s actually the largest yacht in the world whose owner is unknown. Sounds like a job for us, right? pic.twitter.com/ZorgFKHH42— Maria Pevchikh (@pevchikh) March 21, 2022 Rannsóknarblaðamannasamtökin OCCRP segjast hafa fundið eignir rússneskra auðjöfra víðsvegar um heiminn sem metnar sé á rúmlega sautján milljarða dala en það samsvarar um 2,2 billjónum króna (2.213.910.000.000). Þar á meðal séu snekkjur, glæsihýsi, íbúðir í Lundúnum og París, einkaflugvélar og jafnvel kastalar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ítalía Vladimír Pútín Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Scheherazade er 139 metra löng glæsisnekkja og er útbúin þyrlupalli, sundlaug, kvikmyndahúsi og vörnum til að skjóta niður dróna, samkvæmt heimildum sem Forbes vitnar í. Snekkjan var smíðuð í Þýskalandi og sjósett árið 2020 og er nú í Marina di Carrara á Ítalíu. Yfirvöld víða um heim vinna nú hörðum höndum að því að finna eigur rússneskra auðjöfra sem tengjast Pútín og hafa verið beittir refsiaðgerðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og frysta þær eigur. Búið er að leggja halda á þó nokkrar snekkjur víða um heim. Eigur Pútíns eru aldrei skráðar á hann sjálfan, heldur eru þær sagðar vera formlegar eignir auðjöfra sem honum tengjast. Hann er þó talinn mögulega eiga Scheherazade með hálf-beinum hætti í gegnum aflandsfélög. Ráðamenn á Ítalíu hafa reynt að finna út hver á snekkjuna og fyrr í mánuðinum sagði New York Times frá því að yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu fundið vísbendingar um að hún væri í eigu Pútíns. Samtök Navalnís hafa í nokkur ár rannsakað spillingu Pútíns og bandamanna hans og hafa meðal annars bent á glæsihýsi sem kallað er „höll Pútíns“. Í nýju myndbandi sem samtökin birtu í gær er staðhæft að Pútín eigi Scheherazade. Meðal annars hafi þau fundið út að áhafnarmeðlimir snekkjunnar starfi hjá stofnun sem verndi háttsetta rússneska embættismenn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Það er á rússnesku en hægt er að setja á enskan texta. Rannsakendur samtaka Navalnís segjast hafa komið höndum yfir lista yfir áhafnarmeðlimi snekkjunnar. Næstum því allir þeirra eru rússneskir og margir voru skráðir til starfa hjá opinberri rússneskri stofnun sem sér um að vernda hátt setta rússneska embættismenn og kallast FSO. Þessi stofnun mun einnig sjá um öll formleg heimili Pútíns. Hún byggi þau, verji, haldi þeim við og sjái um hag Pútíns þegar hann heldur til í þeim. „Þeir sjá bókstaflega um líf Pútíns,“ segir María Pevchikh, einn rannsakenda samtakanna á Twitter. Hún fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar á Twitter í gær. Hún sagði að einn úr áhöfn skipsins hefði sent þeim myndir þaðan og staðfest að snekkjan væri í eigu Pútíns. The yacht is owned by an anonymous offshore company from the Marshall Islands. No one has claimed it yet. So it s actually the largest yacht in the world whose owner is unknown. Sounds like a job for us, right? pic.twitter.com/ZorgFKHH42— Maria Pevchikh (@pevchikh) March 21, 2022 Rannsóknarblaðamannasamtökin OCCRP segjast hafa fundið eignir rússneskra auðjöfra víðsvegar um heiminn sem metnar sé á rúmlega sautján milljarða dala en það samsvarar um 2,2 billjónum króna (2.213.910.000.000). Þar á meðal séu snekkjur, glæsihýsi, íbúðir í Lundúnum og París, einkaflugvélar og jafnvel kastalar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ítalía Vladimír Pútín Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira