Leggja til að greiðslumat leigjenda taki mið af greiddri húsaleigu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 10:15 Viðreisnarþingmenn hafa lagt til að greiðslumat nýrra fasteignakaupenda taki mið af greiddri húsaleigu þeirra. Vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að fjármála- og efnahagsráðherra geri breytingar á reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat til að auðvelda fólki á leigumarkaði að kaupa sér íbúðarhúsnæði til eigin nota. Nýjar reglur, samkvæmt tillögu Viðreisnarmanna, taki mið af því að kaupandi hafi staðið skil á leigu fyrir íbúðarhúsnæði samkvæmt þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur teljist greiðslugeta hans samsvara sambærilegri fjárhæð á mánuði og hann hefur greitt á tímabilinu. Það hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið hve ástandið á fasteignamarkaði hefur verið erfitt undanfarið. Kaupverð hefur aldrei verið hærra og sífellt færri komast út á húsnæðismarkaðinn, þrátt fyrir að vera á jafnsprungnum leigumarkaði. Viðtal Vísis við hjón, sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið, vakti til að mynda mikla athygli fyrr á þessu ári. Hjónin voru bæði með greiðslumat og útborgun tilbúna en gátu varla með nokkru móti komið sér inn á markaðinn. Gera má ráð fyrir að staðan sé enn verri hjá þeim sem ekki komast í gegn um greiðslumat en greiða þó mánaðarlega leigu, sem myndi samsvara mánaðarlegum greiðslum ef lán yrði tekið. Fram kemur í þingsályktunartillögunni að markmið hennar sé að gera fólki á leigumarkaði auðveldara að standast greiðslumat við kaup á íbúðarhúsnæði í tilvikum þar sem greiðslubyrði þess myndi standa í stað eða lækka. Viðreisnarþingmenn vilji með tillögunni leggja það í hendur fjármála- og efnahagsráðherra að gera breytingar á reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat svo að lánveitendur geti litið til þess hvort lántaki hafi staðið skil á leigu fyrir íbúðarhúsnæði samkvæmt þinglýstum leigusamningi í að minnsta kosti tólf mánuði, sem er að minnsta kosti jafn há eða hærri en áætlaðar afborganir á fasteignaláni. Telja leigjendur get lækkað greiðslubyrði með því að kaupa fasteign Fram kemur í tillögunni að hlutfall fólks sem leigi af leigufélögum sé lægra hér á á landi en á hinum Norðurlöndunum, leiguverð sé hærra og húsnæðisöryggi minna. Minnst mælist húsnæðisöryggi hjá þeim sem leigi af einstaklingi á almennum markaði en þar sé þó stærstur hluti leigumarkaðarins. Þá verji meðalleigjandi um 45 prósentum ráðstöfunartekna sinna í leigu og talsverður hluti heimila greiði 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. „Miðað við það má áætla að margir leigjendur forgangsraði nú þegar með þessum hætti og að margir gætu lækkað greiðslubyrði sína til muna með því að kaupa sér fasteign,“ segir í tillögunni. Alþingi Húsnæðismál Viðreisn Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt. 24. mars 2022 06:50 Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. 22. mars 2022 10:30 Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. 20. mars 2022 12:31 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Nýjar reglur, samkvæmt tillögu Viðreisnarmanna, taki mið af því að kaupandi hafi staðið skil á leigu fyrir íbúðarhúsnæði samkvæmt þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur teljist greiðslugeta hans samsvara sambærilegri fjárhæð á mánuði og hann hefur greitt á tímabilinu. Það hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið hve ástandið á fasteignamarkaði hefur verið erfitt undanfarið. Kaupverð hefur aldrei verið hærra og sífellt færri komast út á húsnæðismarkaðinn, þrátt fyrir að vera á jafnsprungnum leigumarkaði. Viðtal Vísis við hjón, sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið, vakti til að mynda mikla athygli fyrr á þessu ári. Hjónin voru bæði með greiðslumat og útborgun tilbúna en gátu varla með nokkru móti komið sér inn á markaðinn. Gera má ráð fyrir að staðan sé enn verri hjá þeim sem ekki komast í gegn um greiðslumat en greiða þó mánaðarlega leigu, sem myndi samsvara mánaðarlegum greiðslum ef lán yrði tekið. Fram kemur í þingsályktunartillögunni að markmið hennar sé að gera fólki á leigumarkaði auðveldara að standast greiðslumat við kaup á íbúðarhúsnæði í tilvikum þar sem greiðslubyrði þess myndi standa í stað eða lækka. Viðreisnarþingmenn vilji með tillögunni leggja það í hendur fjármála- og efnahagsráðherra að gera breytingar á reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat svo að lánveitendur geti litið til þess hvort lántaki hafi staðið skil á leigu fyrir íbúðarhúsnæði samkvæmt þinglýstum leigusamningi í að minnsta kosti tólf mánuði, sem er að minnsta kosti jafn há eða hærri en áætlaðar afborganir á fasteignaláni. Telja leigjendur get lækkað greiðslubyrði með því að kaupa fasteign Fram kemur í tillögunni að hlutfall fólks sem leigi af leigufélögum sé lægra hér á á landi en á hinum Norðurlöndunum, leiguverð sé hærra og húsnæðisöryggi minna. Minnst mælist húsnæðisöryggi hjá þeim sem leigi af einstaklingi á almennum markaði en þar sé þó stærstur hluti leigumarkaðarins. Þá verji meðalleigjandi um 45 prósentum ráðstöfunartekna sinna í leigu og talsverður hluti heimila greiði 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. „Miðað við það má áætla að margir leigjendur forgangsraði nú þegar með þessum hætti og að margir gætu lækkað greiðslubyrði sína til muna með því að kaupa sér fasteign,“ segir í tillögunni.
Alþingi Húsnæðismál Viðreisn Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt. 24. mars 2022 06:50 Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. 22. mars 2022 10:30 Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. 20. mars 2022 12:31 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt. 24. mars 2022 06:50
Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. 22. mars 2022 10:30
Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. 20. mars 2022 12:31