Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariupol Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. apríl 2022 16:30 Leið fólksins lá frá Mariupol til Zaporizhzhia. AP Photo/Felipe Dana Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira