Sá verðmætasti strax á leið í sumarfrí eftir stuld á ögurstundu Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 07:31 Nikola Jokic og Stephen Curry í baráttu um boltann. Getty/Matthew Stockman Golden State Warriors eru einum sigri frá því að komast áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigur sinn á Denver Nuggets í nótt. Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira