Góður grunnur fyrir fæðuöryggisstefnu Ólafur Stephensen skrifar 30. maí 2022 11:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í mánuðinum fyrir ríkisstjórnina tillögur sem miða að því að efla fæðuöryggi landsins. Tillögurnar ásamt greinargerð eru samdar af Jóhannesi Sveinbjörnsyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta er gott plagg, sem sýnir vel að fæðuöryggi er margþætt hugtak; miklu flóknara og viðameira en sú umræða sem hefur stundum á liðnum árum farið fram undir merkjum fæðuöryggis og gengur aðallega út á að vernda innlenda framleiðslu fyrir alþjóðlegri samkeppni. Fyrsta tillagan er að íslenzk stjórnvöld beiti sér sem fyrst fyrir því að Ísland verði metið með aðferðum svokallaðs Global Food Security Index (GFSI), sem gefi góða mynd af skilyrðum fyrir fæðuöryggi og framvindu í þeim efnum. Ýmsar tillögur og ábendingar Jóhannesar snúa að innlendri framleiðslu. Hann bendir til dæmis á þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Þá dregur hann fram að efla þurfi framleiðslu plöntuafurða á Íslandi, bæði til skepnufóðurs og manneldis. Það er verðugt markmið; eftirspurn eftir íslenzku grænmeti er þannig langt umfram það sem innlendir framleiðendur ná nú að anna. Alþjóðasamningar þurfa að tryggja aðgengi að fæðu Í tillögunum er bent á að ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. „Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ segir í tillögunum. Þessi ábending ætti að vera umhugsunarefni fyrir hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka, sem vilja gera breytingar á alþjóðlegum samningum Íslands í þá veru að draga úr frjálsum viðskiptum með matvörur, hækka tolla og skerða þannig aðgang íslenzkra neytenda að mat á hagstæðu verði. Jóhannes bendir í greinargerðinni einmitt á að þegar GFSI-stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur. Hver er raunsæ skilgreining á fæðusjálfstæði? Hann bendir sömuleiðis á að í uppbyggingu stuðulsins hafi eiginlegt fæðusjálfstæði mjög lítið vægi, en ýmsir vísar varðandi atriði sem byggja undir möguleika á fæðuframleiðslu í heimalandinu hafi talsvert vægi samanlagt. Í framhaldinu er í greinargerðinni áhugaverð umfjöllun: „Þrengsta skilgreining á fullu fæðusjálfstæði er sú staða að land framleiði alla þá fæðu sem neytt er í landinu. Í nútímanum er þetta óraunhæft og ástæðulaust markmið, jafnvel Norður-Kórea sem er það land sem lengst vill ganga í þessu efni, er háð innflutningi matvæla og alþjóðlegri matvælaaðstoð. Raunsærri skilgreining á fæðusjálfstæði í nútímanum er hvort fæðuframleiðsla þjóðar nær að fullnægja reiknaðri fæðuþörf, burtséð frá því hvort þjóðin velur að selja hluta af hinni framleiddu fæðu og kaupa aðra fæðu í staðinn. Í slíku fæðusjálfstæði felst að land getur nýtt sér kosti alþjóðlegra viðskipta varðandi sérhæfingu og vöruúrval, en á sama tíma notið þess öryggis sem felst í því að geta á tímum þegar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum, t.d. vegna stríðsástands, heimsfaraldra eða umhverfisslysa, fært neyslu sína meira yfir á matvæli framleidd í heimalandinu og dregið úr innflutningi.“ Ísland er matarútflutningsland Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Ísland er nettó matarútflutningsland. Árið 2020 var um helmingur vöruútflutnings Íslands matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða, samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Innflutningur á sjávarfangi og landbúnaðarvörum nam hins vegar alls um 92,5 milljörðum. Í krafti öflugs sjávarútvegs aflar Ísland margfalt meiri matar en þjóðin getur torgað. Jóhannes bendir í greinargerð sinni á að ef horft sé á sjálfsaflahlutfall fæðutegunda liggi veikleikar fæðuframleiðslukerfis Íslendinga í framleiðslu plöntuafurða. Stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Í framhaldinu segir í greinargerðinni: „Með öðrum orðum, mat og vöktun á almennu fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfalli einstakra fæðuflokka snýst ekki um að hafna alþjóðlegum viðskiptum með fæðu, heldur að þekkja bæði getu og raunveruleg afköst viðkomandi lands til eigin fæðuframleiðslu á hverjum tíma.“ Gott jafnvægi ætti að finnast Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, mynda góðan grundvöll fyrir frekari stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands, þar sem ætti að finnast gott jafnvægi á milli hagsmuna innlendrar framleiðslu og áframhaldandi áherzlu á öflug og frjáls alþjóðaviðskipti með mat. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í mánuðinum fyrir ríkisstjórnina tillögur sem miða að því að efla fæðuöryggi landsins. Tillögurnar ásamt greinargerð eru samdar af Jóhannesi Sveinbjörnsyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta er gott plagg, sem sýnir vel að fæðuöryggi er margþætt hugtak; miklu flóknara og viðameira en sú umræða sem hefur stundum á liðnum árum farið fram undir merkjum fæðuöryggis og gengur aðallega út á að vernda innlenda framleiðslu fyrir alþjóðlegri samkeppni. Fyrsta tillagan er að íslenzk stjórnvöld beiti sér sem fyrst fyrir því að Ísland verði metið með aðferðum svokallaðs Global Food Security Index (GFSI), sem gefi góða mynd af skilyrðum fyrir fæðuöryggi og framvindu í þeim efnum. Ýmsar tillögur og ábendingar Jóhannesar snúa að innlendri framleiðslu. Hann bendir til dæmis á þá augljósu staðreynd að viðunandi fjárhagsleg afkoma bænda er ein af undirstöðum fæðuöryggis. Þá dregur hann fram að efla þurfi framleiðslu plöntuafurða á Íslandi, bæði til skepnufóðurs og manneldis. Það er verðugt markmið; eftirspurn eftir íslenzku grænmeti er þannig langt umfram það sem innlendir framleiðendur ná nú að anna. Alþjóðasamningar þurfa að tryggja aðgengi að fæðu Í tillögunum er bent á að ásamt innlendri matvælaframleiðslu séu vel virk kerfi alþjóðlegra viðskipta undirstaða aðgengis að fæðu og aðföngum til fæðuframleiðslu og matvælaiðnaðar. „Alþjóðlegir samningar þurfa að tryggja hagsmuni Íslands í þessum efnum,“ segir í tillögunum. Þessi ábending ætti að vera umhugsunarefni fyrir hagsmunasamtök og stjórnmálaflokka, sem vilja gera breytingar á alþjóðlegum samningum Íslands í þá veru að draga úr frjálsum viðskiptum með matvörur, hækka tolla og skerða þannig aðgang íslenzkra neytenda að mat á hagstæðu verði. Jóhannes bendir í greinargerðinni einmitt á að þegar GFSI-stuðull verði reiknaður fyrir Ísland megi gera ráð fyrir að sama atriði dragi Ísland niður í samanburði við nágrannalöndin í Evrópusambandinu og það sem dregur Noreg niður; háir tollar á innfluttar búvörur. Hver er raunsæ skilgreining á fæðusjálfstæði? Hann bendir sömuleiðis á að í uppbyggingu stuðulsins hafi eiginlegt fæðusjálfstæði mjög lítið vægi, en ýmsir vísar varðandi atriði sem byggja undir möguleika á fæðuframleiðslu í heimalandinu hafi talsvert vægi samanlagt. Í framhaldinu er í greinargerðinni áhugaverð umfjöllun: „Þrengsta skilgreining á fullu fæðusjálfstæði er sú staða að land framleiði alla þá fæðu sem neytt er í landinu. Í nútímanum er þetta óraunhæft og ástæðulaust markmið, jafnvel Norður-Kórea sem er það land sem lengst vill ganga í þessu efni, er háð innflutningi matvæla og alþjóðlegri matvælaaðstoð. Raunsærri skilgreining á fæðusjálfstæði í nútímanum er hvort fæðuframleiðsla þjóðar nær að fullnægja reiknaðri fæðuþörf, burtséð frá því hvort þjóðin velur að selja hluta af hinni framleiddu fæðu og kaupa aðra fæðu í staðinn. Í slíku fæðusjálfstæði felst að land getur nýtt sér kosti alþjóðlegra viðskipta varðandi sérhæfingu og vöruúrval, en á sama tíma notið þess öryggis sem felst í því að geta á tímum þegar ógnir steðja að alþjóðaviðskiptum, t.d. vegna stríðsástands, heimsfaraldra eða umhverfisslysa, fært neyslu sína meira yfir á matvæli framleidd í heimalandinu og dregið úr innflutningi.“ Ísland er matarútflutningsland Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Ísland er nettó matarútflutningsland. Árið 2020 var um helmingur vöruútflutnings Íslands matvörur; sjávarfang fyrir um 275,8 milljarða króna og búvörur fyrir um 35,3 milljarða, samtals matvælaútflutningur fyrir um 311 milljarða. Innflutningur á sjávarfangi og landbúnaðarvörum nam hins vegar alls um 92,5 milljörðum. Í krafti öflugs sjávarútvegs aflar Ísland margfalt meiri matar en þjóðin getur torgað. Jóhannes bendir í greinargerð sinni á að ef horft sé á sjálfsaflahlutfall fæðutegunda liggi veikleikar fæðuframleiðslukerfis Íslendinga í framleiðslu plöntuafurða. Stærstu sóknarfærin liggi í að framleiða meira korn, bæði til manneldis og fóðurs fyrir búfé, og á að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis. Í framhaldinu segir í greinargerðinni: „Með öðrum orðum, mat og vöktun á almennu fæðusjálfstæði og sjálfsaflahlutfalli einstakra fæðuflokka snýst ekki um að hafna alþjóðlegum viðskiptum með fæðu, heldur að þekkja bæði getu og raunveruleg afköst viðkomandi lands til eigin fæðuframleiðslu á hverjum tíma.“ Gott jafnvægi ætti að finnast Tillögurnar og greinargerðin, sem matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina, mynda góðan grundvöll fyrir frekari stefnumótun varðandi fæðuöryggi Íslands, þar sem ætti að finnast gott jafnvægi á milli hagsmuna innlendrar framleiðslu og áframhaldandi áherzlu á öflug og frjáls alþjóðaviðskipti með mat. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun