Útskrifaði sig sjálfur með svæsna kálbögglaeitrun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 18:16 Guðjón Friðriksson fékk staðfestingu á alvarlegu ástandi á bráðamóttökunni, þökk sé kalbögglum frá 1944. samsett Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur. „Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01