Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fasteignasala í beinni útsendingu, sem telur aðgerðirnar einkennast af fullmikilli forræðishyggju.
Þá sýnum við frá átakafundi á Alþingi í dag, þar sem rammaáætlun var samþykkt í fyrsta sinn í níu ár. Þinglok eru enn fremur yfirvofandi - við verðum í beinni á Alþingi og förum yfir stöðuna.
Dæmi eru um að makar alzheimersjúklinga hafi misst heilsu og jafnvel dáið á undan mökum sínum vegna óhóflegs álags. Þeir kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisyfirvöldum.
Við verðum einnig í beinni með víkingum í Hafnarfirði en þar var hin árlega Víkingahátíð sett í dag. Og Magnús Hlynur hittir loks upplitsdjarfa hjólakappa, sem hafa safnað rúmlega 100 milljónum króna á síðustu fimm árum.