Kominn tími á breytingar á réttarkerfinu? Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar 24. júní 2022 14:30 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skýrslunni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í réttarkerfinu. Það þarf að ráðast í allsherjar breytingar á því og fara í gagngera endurskoðun. Þrátt fyrir að réttarkerfið virki vel ýmsum málum, þá virðist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kynbundið ofbeldi og þau mál sem gerast í skjóli einkalífsins og skilar því oft ósanngjörnum niðurstöðum sem endurspegla raunveruleika kvenna. Lágt sakfellingarhlutfall er mikið áhyggjuefni. Hvað þýðir að mál sé „nógu líklegt til sakfellingar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál niður? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki líklegt til sakfellingar“ þegar erfðaefni (DNA) liggur fyrir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál niður? Þetta þarf að skoða nánar. Einhverjar ástæður niðurfelldra mála má rekja til of ríkrar sönnunarbyrðar og/eða að rannsókn hafi tekið of langan tíma. Maður sem var kærður fyrir tilraun til nauðgunar í október 2021 hefur ekki ennþá verið birt kæran. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða. Þegar mál dragast á langinn eiga vitni eiga erfiðara með að framkalla minningar frá atburðinum. Það þarf aukið fjármagn, aukna þekkingu fólks sem starfar í málaflokknum, sem og að ráðast í róttækar breytingar eins og nefnt var hér fyrir ofan. Það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sálfræðinga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sannanir og orð kæranda í kerfinu eins og það virkar í dag. Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að gerendur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sakargiftir og/eða ærumeiðingar. Það þarf að endurskoða þessa möguleika og útsetja þannig að augljósar vísbendingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sakargiftir eða ærumeiðingar, annars er þetta enn eitt þöggunar- og ofbeldistólið sem gerendur hafa aðgang að. Það er umhugsunarefni að landsréttur snúi við dómum í kynferðisofbeldismálum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurningarmerki við að kynferðisbrot fyrnist. Í kjölfar vitundavakninga í samfélaginu eru konur opnari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburðinum. Þær hinsvegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim. Þetta þarf að endurskoða. Einnig þarf að skoða betur lagarammann í kringum stafræn kynferðisbrot og fyrningartíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur stafræns kynferðisbrots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni framtíð. Fólk veigrar sér að kæra kynferðisofbeldi því þau trúa ekki að réttlætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höfuðborgarsvæðinu, frá Stígamótum (299 nýjar heimsóknir), Bjarkarhlíð (827 nýjar heimsóknir) og Neyðarmóttöku Landspítalans (130 nýjar heimsóknir) og borið saman við tölur tilkynntar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu (tæp 100 mál) og þær sem ríkissaksóknari greindi frá (325 meðhöndluð mál). Það er ólíðandi að kerfið sem á að gæta hagsmuna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregðast er tengjast kynbundnu ofbeldi. Það er ekki boðlegt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig réttarkerfið tekur á þeirra málum. Einnig má setja spurningarmerki við það hvernig hæstaréttarlögfræðingar, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, fjölmiðlar, lögreglufólk og samfélagið í heild sinni komast upp með að hefja og viðhalda aðför að þolendum. Þetta þarf að rannsaka og taka föstum tökum. Að öllu upptöldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjármagn í málefni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kynfræðslu að skyldunámsgrein og íhuga allsherjar breytingar á kerfinu. Höfundur er ein af stjórnarkonum Öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skýrslunni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í réttarkerfinu. Það þarf að ráðast í allsherjar breytingar á því og fara í gagngera endurskoðun. Þrátt fyrir að réttarkerfið virki vel ýmsum málum, þá virðist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kynbundið ofbeldi og þau mál sem gerast í skjóli einkalífsins og skilar því oft ósanngjörnum niðurstöðum sem endurspegla raunveruleika kvenna. Lágt sakfellingarhlutfall er mikið áhyggjuefni. Hvað þýðir að mál sé „nógu líklegt til sakfellingar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál niður? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki líklegt til sakfellingar“ þegar erfðaefni (DNA) liggur fyrir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál niður? Þetta þarf að skoða nánar. Einhverjar ástæður niðurfelldra mála má rekja til of ríkrar sönnunarbyrðar og/eða að rannsókn hafi tekið of langan tíma. Maður sem var kærður fyrir tilraun til nauðgunar í október 2021 hefur ekki ennþá verið birt kæran. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða. Þegar mál dragast á langinn eiga vitni eiga erfiðara með að framkalla minningar frá atburðinum. Það þarf aukið fjármagn, aukna þekkingu fólks sem starfar í málaflokknum, sem og að ráðast í róttækar breytingar eins og nefnt var hér fyrir ofan. Það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sálfræðinga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sannanir og orð kæranda í kerfinu eins og það virkar í dag. Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að gerendur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sakargiftir og/eða ærumeiðingar. Það þarf að endurskoða þessa möguleika og útsetja þannig að augljósar vísbendingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sakargiftir eða ærumeiðingar, annars er þetta enn eitt þöggunar- og ofbeldistólið sem gerendur hafa aðgang að. Það er umhugsunarefni að landsréttur snúi við dómum í kynferðisofbeldismálum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurningarmerki við að kynferðisbrot fyrnist. Í kjölfar vitundavakninga í samfélaginu eru konur opnari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburðinum. Þær hinsvegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim. Þetta þarf að endurskoða. Einnig þarf að skoða betur lagarammann í kringum stafræn kynferðisbrot og fyrningartíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur stafræns kynferðisbrots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni framtíð. Fólk veigrar sér að kæra kynferðisofbeldi því þau trúa ekki að réttlætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höfuðborgarsvæðinu, frá Stígamótum (299 nýjar heimsóknir), Bjarkarhlíð (827 nýjar heimsóknir) og Neyðarmóttöku Landspítalans (130 nýjar heimsóknir) og borið saman við tölur tilkynntar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu (tæp 100 mál) og þær sem ríkissaksóknari greindi frá (325 meðhöndluð mál). Það er ólíðandi að kerfið sem á að gæta hagsmuna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregðast er tengjast kynbundnu ofbeldi. Það er ekki boðlegt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig réttarkerfið tekur á þeirra málum. Einnig má setja spurningarmerki við það hvernig hæstaréttarlögfræðingar, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, fjölmiðlar, lögreglufólk og samfélagið í heild sinni komast upp með að hefja og viðhalda aðför að þolendum. Þetta þarf að rannsaka og taka föstum tökum. Að öllu upptöldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjármagn í málefni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kynfræðslu að skyldunámsgrein og íhuga allsherjar breytingar á kerfinu. Höfundur er ein af stjórnarkonum Öfga.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun