Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 16:03 Hér sést Elizabeth ásamt elstu systur sinni. Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Fyrr á þessu ári voru foreldrar stúlkunnar, sem hét Elizabeth Struhs, ákærðir fyrir morð, pyntingar og að hafa ekki séð stúlkunni fyrir nauðsynjum sem hún þurfti til þess að lifa af. Nú hefur lögreglan í Ástralíu handtekið tólf til viðbótar tengslum við andlátið. Hin handteknu eru á aldrinum 19 til 64 ára og eru talin hafa verið meðvituð um hrakandi ástand stúlkunnar, en ekkert aðhafst. Báðu fyrir bata Foreldrar Elizabeth, þau Jason og Kerrie Struhs, eru meðlimir í litlum trúarhópi í borginni Toowoomba, sunnan Brisbane, sem tengist ekki stærri kirkju eða trúarhópi. Hin handteknu tilheyra sama hópi. Lögregla segir fólkið hafa beðið fyrir Elizabeth þegar hún tók að veikjast, án þess að aðhafast nokkuð frekar. Yfirvöld voru þá ekki látin vita fyrr en daginn eftir að Elizabeth lést. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Jayde, elstu systur Elizabeth, að stórfjölskylda stúlkunnar sé í molum. „Við höfum þurft að horfast í augu við þann kalda veruleika að fólkið sem átti að vernda hana gerði það ekki, og að við munum mögulega aldrei vita nákvæmlega hvað átti sér stað.“ Foreldrar hennar, sem hún var ekki í sambandi við, hafi verið hluti af sértrúarsöfnuði sem var drifinn áfram af ótta og stjórnsemi. Þau tólf sem nú hafa verið handtekin verða leidd fyrir dómara á morgun, en foreldrar Elizabeth eiga að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fyrr á þessu ári voru foreldrar stúlkunnar, sem hét Elizabeth Struhs, ákærðir fyrir morð, pyntingar og að hafa ekki séð stúlkunni fyrir nauðsynjum sem hún þurfti til þess að lifa af. Nú hefur lögreglan í Ástralíu handtekið tólf til viðbótar tengslum við andlátið. Hin handteknu eru á aldrinum 19 til 64 ára og eru talin hafa verið meðvituð um hrakandi ástand stúlkunnar, en ekkert aðhafst. Báðu fyrir bata Foreldrar Elizabeth, þau Jason og Kerrie Struhs, eru meðlimir í litlum trúarhópi í borginni Toowoomba, sunnan Brisbane, sem tengist ekki stærri kirkju eða trúarhópi. Hin handteknu tilheyra sama hópi. Lögregla segir fólkið hafa beðið fyrir Elizabeth þegar hún tók að veikjast, án þess að aðhafast nokkuð frekar. Yfirvöld voru þá ekki látin vita fyrr en daginn eftir að Elizabeth lést. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Jayde, elstu systur Elizabeth, að stórfjölskylda stúlkunnar sé í molum. „Við höfum þurft að horfast í augu við þann kalda veruleika að fólkið sem átti að vernda hana gerði það ekki, og að við munum mögulega aldrei vita nákvæmlega hvað átti sér stað.“ Foreldrar hennar, sem hún var ekki í sambandi við, hafi verið hluti af sértrúarsöfnuði sem var drifinn áfram af ótta og stjórnsemi. Þau tólf sem nú hafa verið handtekin verða leidd fyrir dómara á morgun, en foreldrar Elizabeth eiga að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira