Hækka stýrivexti í fyrsta skipti í ellefu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 14:25 Sólblómin blómstra nú fyrir framan Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. Stjórnendur bankans tóku í dag ákvörðun um að hækka stýrivexti í fyrsta skiptið í ellefu ár. AP/Michael Probst Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig til að stemma stigu við 8,6 prósent verðbólgu á evrusvæðinu. Hækkunin er sú fyrsta sem seðlabankinn ræðst í síðan 2011. Ákvörðun bankans kemur sérfræðingum og mörkuðum nokkuð á óvart þar sem hagfræðingar bjuggust einungis við um 0,25 prósent hækkun stýrivaxta. Hækkunin kemur í kjölfar stýrivaxtahækkana hjá bæði Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka. Í Bandaríkjunum hefur verðbólga ekki verið jafn há og nú í áratugi. Svipaða sögu er að segja á Englandi þar sem verðbólgan er komin upp í 9,4 prósent. Christine Lagarde, seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu, líst ekkert á blikuna vegna aukinnar verðbólgu og hækkandi vöruverðs.AP/Michael Probst Að sögn forsvarsmanna Seðlabanka Evrópu var stýrivaxtahækkunin nauðsynleg til að minnka þrýsting á verði næstu tvö árin. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að verðbólga muni áfram haldast „óæskilega há vegna þrýstings frá orku- og matarverðs.“ Evrópusambandið Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ákvörðun bankans kemur sérfræðingum og mörkuðum nokkuð á óvart þar sem hagfræðingar bjuggust einungis við um 0,25 prósent hækkun stýrivaxta. Hækkunin kemur í kjölfar stýrivaxtahækkana hjá bæði Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka. Í Bandaríkjunum hefur verðbólga ekki verið jafn há og nú í áratugi. Svipaða sögu er að segja á Englandi þar sem verðbólgan er komin upp í 9,4 prósent. Christine Lagarde, seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu, líst ekkert á blikuna vegna aukinnar verðbólgu og hækkandi vöruverðs.AP/Michael Probst Að sögn forsvarsmanna Seðlabanka Evrópu var stýrivaxtahækkunin nauðsynleg til að minnka þrýsting á verði næstu tvö árin. Christine Lagarde, seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að verðbólga muni áfram haldast „óæskilega há vegna þrýstings frá orku- og matarverðs.“
Evrópusambandið Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira