„Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 14:00 Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að komast aftur á flug með Selfossliðinu eftir erfið meiðsli. S2 Sport Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að spila með Selfossliðinu í Olís deild kvenna í handbolta í vetur en hún kom þangað á láni frá Val. Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira