Enn ein borgin í Donbas-héraði er nú rjúkandi rústir eftir árásir Rússa, að sögn Úkraínuforseta. Framkvæmdastjóri NATO segir útbreitt stríð í Evrópu raunverulegan möguleika.
Þá sýnum við frá dramatíkinni á Alþingi í dag og ræðum við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, sem segir nýja og spennandi stöðu komna upp í bænum. Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu.
Við lítum einnig við á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem haldin eru í Hörpu með pompi og prakt í kvöld, sýnum ótrúlegar myndir frá jólaballi kafara ofan í Þingvallavatni og hittum kornungan rithöfund sem gaf nýverið út sína fyrstu bók.