Loka Noma og snúa sér að matvælaframleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 12:27 Í framtíðinni gæti Noma verið rekið sem farandveitingahús hér og þar um heiminn. Staðurinn er þegar byrjaður að prófa sig áfram með það, þar á meðal í Sydney í Ástralíu. Vísir/EPA Eigendur danska veitingastaðarins Noma hafa ákveðið að loka honum, að minnsta kosti tímabundið og snúa sér að matvælaframleiðslu í staðinn. Noma hefur lengi verið talinn besti eða einn af bestu veitingastöðum heims. Húsnæði Noma á Refshale-eyju við Kaupmannahöfn verður breytt í matarrannsóknastöð þar sem nýir réttir verða þróaðir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mögulega verði veitingastaðurinn opnaður aftur í Danmörku og erlendis við og við. Rene Redzepi, kokkur og einn eigenda Noma, segir Belingske að mögulega verði staðurinn opinn eina árstíð á ári í Kaupamannahöfn eða einhvers staðar annars staðar í heiminum. Ekkert liggi þó fyrir um slík áform ennþá. Í haust var greint frá því að Noma yrði fluttur frá Kaupmannahöfn og yrði að nokkurs konar flökkuveitingastað hér og þar um heiminn í stutta stund á hverjum stað. Noma í núverandi mynd verður lokað í lok árs 2024. Redzepi segir New York Times að ómögulegt sé að tryggja nærri hundrað starfsmönnum sanngjörn laun á sama tíma og haldið sé í gæði og verð fari ekki úr hófi fram. Danski stjörnukokkurinn Rene Redzepi sem rekur Noma í Danmörku.Vísir/EPA „Við verðum að endurhugsa iðnaðinn frá grunni. Þetta er einfaldlega of erfitt og við verðum að vinna öðruvísi,“ segir hann. Fínustu veitingastaðir heims hafa legið undir vaxandi gagnrýni fyrir að ganga nærri starfsfólki sínu. Það sé oft illa eða jafnvel ólaunað. Noma hefur þannig verið sakað um að fara illa með erlent verkafólk og reiða sig á ólaunaða starfsnema. Sú gagnrýni leiddi til þess að staðurinn byrjaði að greiða nemum en um leið jókst rekstrarkostnaðurinn umtalsvert. Noma var valinn besti veitingastaður heims á lista World's 50 best restaurants í fimmta skipti í fyrra. Enginn annar staður hefur náð þeim árangri og Noma verður ekki lengur gjaldgengur til þess að hljóta þann heiður aftur. Matur Danmörk Veitingastaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Húsnæði Noma á Refshale-eyju við Kaupmannahöfn verður breytt í matarrannsóknastöð þar sem nýir réttir verða þróaðir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mögulega verði veitingastaðurinn opnaður aftur í Danmörku og erlendis við og við. Rene Redzepi, kokkur og einn eigenda Noma, segir Belingske að mögulega verði staðurinn opinn eina árstíð á ári í Kaupamannahöfn eða einhvers staðar annars staðar í heiminum. Ekkert liggi þó fyrir um slík áform ennþá. Í haust var greint frá því að Noma yrði fluttur frá Kaupmannahöfn og yrði að nokkurs konar flökkuveitingastað hér og þar um heiminn í stutta stund á hverjum stað. Noma í núverandi mynd verður lokað í lok árs 2024. Redzepi segir New York Times að ómögulegt sé að tryggja nærri hundrað starfsmönnum sanngjörn laun á sama tíma og haldið sé í gæði og verð fari ekki úr hófi fram. Danski stjörnukokkurinn Rene Redzepi sem rekur Noma í Danmörku.Vísir/EPA „Við verðum að endurhugsa iðnaðinn frá grunni. Þetta er einfaldlega of erfitt og við verðum að vinna öðruvísi,“ segir hann. Fínustu veitingastaðir heims hafa legið undir vaxandi gagnrýni fyrir að ganga nærri starfsfólki sínu. Það sé oft illa eða jafnvel ólaunað. Noma hefur þannig verið sakað um að fara illa með erlent verkafólk og reiða sig á ólaunaða starfsnema. Sú gagnrýni leiddi til þess að staðurinn byrjaði að greiða nemum en um leið jókst rekstrarkostnaðurinn umtalsvert. Noma var valinn besti veitingastaður heims á lista World's 50 best restaurants í fimmta skipti í fyrra. Enginn annar staður hefur náð þeim árangri og Noma verður ekki lengur gjaldgengur til þess að hljóta þann heiður aftur.
Matur Danmörk Veitingastaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira