Ríflega 40 prósent sjóða og stofnana hafa ekki skilað ársreikningi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. janúar 2023 12:23 Guðmundur Björgvin Helgason Ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríflega fjörutíu prósent allra virkra sjóða og stofnana sem bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2021 hafa ekki enn gert það. Athygli vekur að 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi. Veruleg hætta er á að stofnanir og sjóðir séu notaðar til að þvætta pening og er þörf á að virkja lagaúrræði sem knýr fram skil á ársreikningum að mati Ríkisendurskoðunar. Frá þessu greinir Ríkisendurskoðun sem birt hefur útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Alls bar 693 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi fyrir árið 2021 en aðeins 403 eða um 58 prósent höfðu uppfyllt þessa skyldu í desember 2022, tæpum sex mánuðum eftir eindaga skila. 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi þrátt fyrir ítrekanir árlega. Hætta á að stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta pening Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun er vísað til áhættumats Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka frá því í mars 2021 þar sem fjallað var um sjóði og stofnanir og ófullnægjandi skil á ársreikningum. Áhætta af því að slíkar stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning var þar metin veruleg. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Á undanförnum árum hefur Ríkisendurskoðun margoft bent stjórnvöldum á að virkari lagaúrræði þurfi til að knýja fram skil á þessum ársreikningum án þess að brugðist hafi verið við þeim ábendingum,“ segir í tilkynningunni. Starfandi frá því fyrir aldamót en aldrei skilað ársreikningi Meðal þeirra sjóða sem hafa aldrei skilað ársreikningi hafa þrír sjóðir eða stofnanir verið starfandi frá því fyrir aldamót, það eru Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur, Styrktarsjóður Icelandic Children Aid (ICA) og Sjálfseignarstofnunin Skógar. Þá hefur Sjómannaþjónustan í Reykjavík og nágrenni verið starfandi frá árinu 2000 en aldrei skilað reikningi. Þrír sjóðir sem hafa verið starfandi frá því fyrir aldamót hafa aldrei skilað ársreikningi. Ríkisendurskoðun Fleiri minningarsjóðir eru á listanum og styrktarsjóðir, til að mynda Styrktarsjóður gigtveikra barna sem hefur verið starfandi frá 2014 og Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni sem hefur verið stafandi frá 2019. Þá hefur til að mynda Icelandic Wildlife Fund verið starfandi frá 2017 en aldrei skilað ársreikningi líkt og Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar og Sviðslistamiðstöðvar sem hafa verið starfandi frá 2021. Ríkisendurskoðun Sex hafa ekki skilað ársreikningi síðan fyrir 1990, þar á meðal Bókasjóður forsætisembættisins að Bessastöðum sem hefur verið starfandi frá árinu 1969 og Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi sem hafa verið starfandi frá 1987. Útdrátt Ríkisendurskoðun, sem inniheldur meðal annars lista yfir þá sem hafa ekki skilað ársreikningi, má finna hér. Skattar og tollar Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Frá þessu greinir Ríkisendurskoðun sem birt hefur útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Alls bar 693 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi fyrir árið 2021 en aðeins 403 eða um 58 prósent höfðu uppfyllt þessa skyldu í desember 2022, tæpum sex mánuðum eftir eindaga skila. 42 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi þrátt fyrir ítrekanir árlega. Hætta á að stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta pening Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun er vísað til áhættumats Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka frá því í mars 2021 þar sem fjallað var um sjóði og stofnanir og ófullnægjandi skil á ársreikningum. Áhætta af því að slíkar stofnanir eða sjóðir séu notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning var þar metin veruleg. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Á undanförnum árum hefur Ríkisendurskoðun margoft bent stjórnvöldum á að virkari lagaúrræði þurfi til að knýja fram skil á þessum ársreikningum án þess að brugðist hafi verið við þeim ábendingum,“ segir í tilkynningunni. Starfandi frá því fyrir aldamót en aldrei skilað ársreikningi Meðal þeirra sjóða sem hafa aldrei skilað ársreikningi hafa þrír sjóðir eða stofnanir verið starfandi frá því fyrir aldamót, það eru Minningarsjóður Heiðar Baldursdóttur, Styrktarsjóður Icelandic Children Aid (ICA) og Sjálfseignarstofnunin Skógar. Þá hefur Sjómannaþjónustan í Reykjavík og nágrenni verið starfandi frá árinu 2000 en aldrei skilað reikningi. Þrír sjóðir sem hafa verið starfandi frá því fyrir aldamót hafa aldrei skilað ársreikningi. Ríkisendurskoðun Fleiri minningarsjóðir eru á listanum og styrktarsjóðir, til að mynda Styrktarsjóður gigtveikra barna sem hefur verið starfandi frá 2014 og Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni sem hefur verið stafandi frá 2019. Þá hefur til að mynda Icelandic Wildlife Fund verið starfandi frá 2017 en aldrei skilað ársreikningi líkt og Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar og Sviðslistamiðstöðvar sem hafa verið starfandi frá 2021. Ríkisendurskoðun Sex hafa ekki skilað ársreikningi síðan fyrir 1990, þar á meðal Bókasjóður forsætisembættisins að Bessastöðum sem hefur verið starfandi frá árinu 1969 og Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi sem hafa verið starfandi frá 1987. Útdrátt Ríkisendurskoðun, sem inniheldur meðal annars lista yfir þá sem hafa ekki skilað ársreikningi, má finna hér.
Skattar og tollar Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira