Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 23:19 Andrew Tate og bróðir hans, Tristan Tate, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um mansal og nauðgun. EPA/CRISTEL Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis. Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum.
Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14
Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45