Tinubu leiðir en deilt um talningu í nígerísku forsetakosningunum Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 10:54 Bola Tinubu var frambjóðandi stjórnarflokksins APC. AP Nígeríumenn bíða enn eftir að fá skýra mynd af því hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Búið er að birta niðurstöður í fjórtán af 36 ríkjum og er Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC og fyrrverandi ríkisstjóri Lagos, með um 44 prósent atkvæða þar sem niðurstöður liggja fyrir. Þar er þó um að ræða lágt hlutfall af heildarfjölda atkvæða. Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir. Nígería Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar tilkynnt var í gær að Peter Obi, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hafi unnið nauman en óvæntan sigur á Tinubu. Á vef BBC segir að alls hafi átján verið í framboði til forseta, en ljóst má vera að einungis þrír eiga raunverulegan möguleika á sigri – þeir Tinubu, Obi og Atiku Abubakar, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðislega þjóðarflokksins. Til að tryggja sér forsetaembættið þarf frambjóðandi að ná flestum atkvæðum, auk þess að tryggja sér að minnsta kosti fjórðung atkvæða í 25 af 36 ríkjum Nígeríu. Ekki var einungis verið að kjósa nýjan forseta heldur var einnig verið að kjósa um nýtt þing. Landskjörstjórn greindi frá því í gær að niðurstöður talningar hafi borist frá um þriðjungi af þeim 176 þúsund kjörstöðum sem voru opnir víðs vegar um land. Þar leiðir Tinubu, Abubakar er með næstflest atkvæði og Obi er þriðji. Peter Obi er forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins. Hann nýtur mest stuðnings meðal ungs fólks.AP Nýr forseti mun taka við embættinu af Muhammadu Buhari sem tók við forsetaembættinu árið 2015. Ýmis vandamál steðja að landinu sem nýr forseti mun þurfa að kljást við, meðal annars ýmsar öryggisógnir, vaxandi atvinnuleysi og slæmur efnahagur. Hinn 85 ára Olusegun Obasanjo, sem var forseti landsins á árinum 1976 til 1979 og aftur frá 1999 til 2007, er í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Hann og fjölmargir aðrir hafa bent á að tölvukerfið, sem ætlað er að skila niðurstöðum talningar á réttan stað, hafi ekki virkað sem skyldi. Handtelja þarf öll atkvæði sem tekur langan tíma, og þá hafa ásakanir um kosningasvindl gengið manna á millum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins hafa sakað landskjörstjórn um lélega skipulagningu og upplýsingagjöf sem dragi úr tiltrú almennings á ferlinu. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku, en landsmenn telja um 225 milljónir.
Nígería Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira