MS segir koma til greina að endurskoða markpósta til foreldra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. apríl 2023 06:41 Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segir foreldra fullfæra um að sjá um næringu barna sinna. Aðsend Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir koma til greina að endurskoða þá aðferðafræði að senda markpóst heim til einstaklinga sem hafa nýverið eignast barn. „Við viljum auðvitað ekki valda fólki ama með þessum markpósti,“ segir hann í svörum við fyrirspurn fréttastofu. Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún. Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Vísir greindi frá gagnrýni móður í gær, sem sagði meðal annars galið að inni á vefnum Heilsuvera væri talað um einstök vörumerki. Þá sagðist hún hafa sent Persónuvernd fyrirspurn vegna fyrirtækja sem virðast fá upplýsingar um fæðingar á landinu. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um markpóst MS um Stoðmjólk, „af hverju þau hafi aðgang að þeim og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona.“ Björn segir MS af og til fá skilaboð eða spurningar frá foreldrum um markpóstinn en fyrirtækið notist við þjónustu Þjóðskrár og fái þaðan útsendingarlista fyrir foreldra 6 til 7 mánaða gamalla barna. „Samkvæmt opinberum ráðleggingum um næringu ungbarna er mælt með að börn fái Stoðmjólk, þ.e. sérstaka stoðblöndu eða þurrmjólk, þegar hætt er að gefa barninu móðurmjólk,“ segir Björn. „Stoðmjólk var þróuð á sínum tíma í samvinnu við rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala og samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítala, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Stoðmjólkin er sniðin að þörfum ung- og smábarna frá 6 mánaða aldri og samsetningin samkvæmt reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur. Þegar Stoðmjólkin kom á markað fyrir 20 árum var járnskortur nokkuð algengur meðal íslenskra ungbarna en með tilkomu vörunnar og breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna hefur tekist nánast að útrýma járnskorti meðal íslenskra ungbarna. Það hefur verið staðfest með rannsókn sem gerð var á íslenskum börnum fæddum árið 2005. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í European Journal of Clinical Nutrition 2012,“ segir Björn. Hulda, sem er vegan, benti hins vegar á að fólk væri meðvitað um að börn þyrftu járn, fitusýrur og önnur mikilvæg næringarefni. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ sagði hún.
Matvælaframleiðsla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira