Stígi skref til baka í átt að sjálfstæðara FME Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2023 11:11 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ákvarðanir vegna sameiningar Seðlabankans og FME séu í stöðugri endurskoðun. Vísir/Arnar Seðlabankastjóri segir að sér finnist ekki ólíklegt að stigin verði skref til baka frá sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“ Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“
Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira