Í tilkynningu frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna segir að Harpa Rut hafi verið ráðinn sérfræðingur á eignastýringarsviði sjóðsins.
Hún hefur frá árinu 2012 starfað hjá Arion banka, bæði á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði og sem sjóðstjóri og sérfræðingur hjá Stefni. Harpa er með B.A. próf í hagfræði og MSc. í fjármálahagfræði auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum.
Þá segir að Sölvi hafi verið ráðinn á lögfræðisvið Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
„Sölvi hefur áralanga reynslu af störfum í bankakerfinu meðal annars hjá Íslandsbanka, Kaupþingi og Arion banka. Frá árinu 2019 hefur hann starfað hjá BBA//Fjeldco lögmannsstofu. Sölvi hefur lögmannsréttindi og hefur lokið prófi í verðbréfaréttindum,“ segir í tilkynningunni.