Nýliðar HK héldu áfram að safna stigum og að þessu sinni með 2-0 sigri á Keflavík á útivelli. Arnþór Ari Atlason skoraði fyrra markið en það síðara skoraði Örvar Eggertsson með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu.
Víkingar eru áfram með fullt hús en þeir unnu 2-0 sigur á FH í Víkinni í gær þar sem þeir Birnir Snær Ingason og Nikolaj Hansen skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum.
Framarar komust 1-0 yfir á móti Fylki í Árbænum en Fylkismenn svöruðu með þremur mörkum í röð, unnu sinn annan leik í sumar og hoppuðu upp úr fallsætinu.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin átta sem voru skoruð í Bestu deild karla í gær.