Í tilkynningunni segir að verkefnið miði að því að þróa nýja aðferð til þess að framleiða áburð og lífgas úr lífrænum úrgangi sem fellur til við fiskeldi á landi og úr landbúnaði. Úr verður að hringrásarkerfi innlendrar matvælaframleiðslu eflist auk þess sem kolefnisspor í landbúnaði og fiskeldi minnkar.
Verkefnið er samstarfsverkefni félaganna Landeldis hf., Bændasamtakanna, Orkídeu og Ölfus Cluster. Þá koma félögin SMJ frá Færeyjum og Blue Ocean Technology frá Noregi einnig að verkefninu.
Framkvæmd verkefnisins hefst í dag og áætlað er að hún verði til fjögurra ára. Því er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu í Ölfusi meðan.
„Í þessu felast gríðarlega spennandi tækifæri til nýtingar lífrænna hliðarstrauma frá fiskeldi á landi,“ segir Rúnar Þór Rúnarsson, stjórnandi verkefnisins og fulltrúi Landeldis hf.