Ólögmæt notkun Stjörnugríss á íslenska fánanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:35 Stjörnugrís hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið, aðallega vegna umfjöllunar um sláturaðferðir fyrirtækisins. Samsett Neytendastofa hefur bannað Stjörnugrís að merkja Smass-hamborgara sína með íslenska fánanum þar sem kjötið er ekki alíslenskt. Neytendastofa segir fyrirtækið stunda óréttmæta viðskiptahætti sökum villandi upplýsinga þar sem hamborgararnir eru að mestu úr þýsku nautakjöti. Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn. Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Neytendastofu. Þar segir að Neytendastofa hafi tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. „Var það mat stofnunarinnar að þar sem íslenskar nautaafurðir mynduðu aðeins rétt rúmlega 20% af innihaldi Smass hamborgurum félagsins gæti hún ekki talist íslensk, þar sem innflutt hráefni væri einkennandi hluti hennar og það eðlislíkt búvöru sem er framleidd hér á landi,“ sagði einnig. Félaginu hafi því verið óheimilt að nota brot úr þjóðfána Íslendinga við markaðssetningu á umræddri vöru. Hér má sjá smass-borgara Stjörnugríss.Heimkaup Þar að auki hafi notkun fyrirtækisins á íslenska þjóðfánanum á framhlið umbúðanna falið í sér villandi upplýsingar til neytenda um uppruna vörunnar. Neytendur hafi mátt ganga út frá því að um íslenska vöru væri að ræða og því hafi fyrirtækið veitt rangar upplýsingar og viðskiptahættir þess þar af leiðandi verið óréttmætir. Hins vegar hyggst Neytendastofa ekki sekta Stjörnugrís þar sem fyrirtækið var búið að líma þýska fánann yfir þann íslenska í kjölfar bannsins. Stjörnugrís hefur verið töluvert mikið í umfjöllun undanfarið vegna þess að það er eina sláturhúsið á Íslandi sem gasar svín. Að sögn innanbúðarmanns hjá fyrirtækinu þjást svínin verulega við gösunina, öskra og ærast áður en þau taka síðasta andardráttinn.
Matvælaframleiðsla Neytendur Íslenski fáninn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. 14. júní 2023 14:18