Shearer býðst til að keyra Kane sjálfur til München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 10:00 Alan Shearer hefur starfað mikið í sjónvarpi sem knattspyrnusérfræðingur eftir að skórnir fóru upp á hillu. Getty/Catherine Ivill Alan Shearer hefur skorað mest allra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og hefur átt það met í nokkra áratugi. Nú nálgast hins vegar einn maður metið. Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira