„Þurfum greinilega að gera betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 20:48 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira