Fagleg nálgun í stað flausturs Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:00 „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun