Portúgalir og Skotar í góðri stöðu eftir leiki kvöldsins Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:05 Bruno Fernandes fagnar sigurmarki sínum í Slóvakíu í kvöld. Vísir/Getty Sex leikir fóru fram í kvöld í undankeppni EM í Þýskalandi á næsta ári. Skotar unnu öruggan sigur á Kýpur og þá vann Portúgal útisigur gegn Slóvakíu í riðli Íslands. Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
Auk martraðarleiks Íslands og Lúxemborg í kvöld voru spilaðir fimm aðrir leikir í undankeppni Evrópumótsins. Mótið fer fram í Þýskalandi á næsta ári og er mikil eftirvænting enda Þjóðverjar öllu vanir þegar kemur að stórmótaskipulagi. Skotar eru komnir langleiðina til Þýskalands eftir öruggan 3-0 sigur á Kýpur í kvöld. Scott McTominay, Ryan Porteous og John McGinn skoruðu mörk Skota sem eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir fimm leiki. Spánn er í öðru sæti með sex stig en á tvo leiki til góða. Ryan Porteous's first international goal #EURO2024 pic.twitter.com/muPP1NvmlF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Króatía vann 5-0 stórsigur á Lettum á heimavelli sínum í Zagreb. Bruno Petkovic skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luka Ivanusec eitt en Andrej Kramaric og Marko Pasalic bættu tveimur mörkum við í síðari hálfleiknum. Armenar voru grátlega nálægt því að næla sér í þrjú stig af erfiðum útivelli í Tyrklandi. Artak Dashyan kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bertug Yildrim jafnaði á 88. mínútu. Tyrkir eru í efsta sæti D-riðils með tíu stig eftir fimm leiki, en Króatar í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki. Birthday boy Bruno Fernandes gives Portugal the lead #EURO2024 pic.twitter.com/mDoQ0VTkyp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 8, 2023 Í riðli Íslendinga vann Portúgal góðan 1-0 sigur í Slóvakíu. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks en Portúgal er með fullt hús stiga í riðlinum þegar öll lið hafa leikið fimm leiki og leiðin til Þýskalands greið. Bosnía og Hersegóvína, sem mætir á Laugardalsvöll á mánudagskvöldið, vann 2-1 sigur gegn Lichtenstein á heimavelli sínum. Mark frá Edin Dzeko og sjálfsmark Simon Luchinger komu Bosníu og Hersegóvínu í 2-0 áður en Sandro Wolfinger minnkaði muninn. Lokatölur 2-1 en en þetta var aðeins annar sigur heimamanna í riðlinum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira