Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 16. september 2023 17:00 Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir af flugi Norðurþing Byggðamál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar