Segir Gasaströndina hafa verið einangraða vegna ótta við hryðjuverkaógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2023 15:57 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir Ísraelsmenn hafa lokað Gasaströndina af, af ótta við hryðjuverkaógn og að allt færi úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Stríðið sem brotist hefur út í Ísrael og Palestínu var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar fóru þeir Stefán Einar og nafni hans Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, yfir málin. Nefndi Stefán Pálsson það til að mynda að aðstæður á Gasaströndinni eru vart mönnum sæmandi. Tvær milljónir manna búa á svæðinu, helmingur börn. „Gasa er ekki í nokkrum skilningi sjálfbært land. Þessi örlitla ræma getur ekki staðið undir tveimur milljónum íbúa, þar sem helmingurinn er atvinnulaus og margir hreinlega við það að eiga ekki til hnífs og skeiðar,“ sagði Stefán. Í spilaranum hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Fjármagnað með gjafafé frá Persaflóa Hann sagði augljóst að hernaðaraðgerðir Hamas gegn Ísraelsmönnum um helgina hafi ekki verið fjármagnaðar af fólki á Gasaströndinni. „Þetta er fjármagnað með gjafafé, meðal annars frá einstaklingum við Persaflóa. Hefndaraðgerðir Ísrael auðvelda þeim að safna þessu fé,“ sagði Stefán. Hann bætti við að þegar átökum á svæðinu lýkur muni mu fleiri Palestínumenn hafa fallið en Ísraelar. Ísraelski herinn hefur síðan á laugardag haldið úti linnulausum loftárásum á Gasaströndina, sprengt upp íbúðarhús, skóla og jafnvel húsnæði Sameinuðu þjóðanna. „Ég held ekki að Ísraelar beiti vopnum sínum systematískt að almennum borgurum,“ svaraði Stefán Einar og vísaði til þess að Ísraelar hafi oft gefið viðvörun áður en sprengjum hefur verið sleppt á hús. Því hafa þeir nú hætt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Vísir/Vilhelm „Egyptar eru búnir að loka landamærunum í suðri, þeir vilja ekki hleypa sérstaklega Hamas-liðunum, til sín. Við verðum að skoða þetta í samhengi og það er ekki hægt að stilla þessu upp sem svart-hvítum veruleika. Hamas-samtökin ná völdum á Gasaströndinni 2006 minnir mig,“ sagði Stefán Einar. „Voði ríkir á svæðinu“ Gyðingar yfirgáfu Gasaströndina árið 2005 og lokuðu svæðið af í kjölfarið með uppbyggingu víggirts múrs. „Ísraelar loka þetta svæði af, einangra það, af því að þeir búa sífellt við þá ógn sem raungerðist um helgina. Þarna grasserar hryðjuverkaógn, sem við þekktum úr fréttum hér í kring um aldamót þegar var verið að sprengja upp stúdenta á kaffihúsum í Jerúsalem og víðar í Ísrael,“ sagði Stefán Einar. „Þetta svæði er í herkví af ótta við það að annars fari allt úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Auðvitað væri það best ef þarna væri hægt að byggja upp atvinnulíf, koma fólki til starfa, koma fólki til mennta, og ekki síst koma fólki undan þessu stjórnarfari. Þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga, af engu tilefni, jafnvel bara vegna kynhneigðar sinnar. Slíkur voði ríkir á svæðinu, ekki bara gagnvart Ísraelum heldur gagnvart Palestínumönnum sjálfum.“ Átök í Ísrael og Palestínu Pallborðið Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00 Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32 Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Stríðið sem brotist hefur út í Ísrael og Palestínu var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar fóru þeir Stefán Einar og nafni hans Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, yfir málin. Nefndi Stefán Pálsson það til að mynda að aðstæður á Gasaströndinni eru vart mönnum sæmandi. Tvær milljónir manna búa á svæðinu, helmingur börn. „Gasa er ekki í nokkrum skilningi sjálfbært land. Þessi örlitla ræma getur ekki staðið undir tveimur milljónum íbúa, þar sem helmingurinn er atvinnulaus og margir hreinlega við það að eiga ekki til hnífs og skeiðar,“ sagði Stefán. Í spilaranum hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Fjármagnað með gjafafé frá Persaflóa Hann sagði augljóst að hernaðaraðgerðir Hamas gegn Ísraelsmönnum um helgina hafi ekki verið fjármagnaðar af fólki á Gasaströndinni. „Þetta er fjármagnað með gjafafé, meðal annars frá einstaklingum við Persaflóa. Hefndaraðgerðir Ísrael auðvelda þeim að safna þessu fé,“ sagði Stefán. Hann bætti við að þegar átökum á svæðinu lýkur muni mu fleiri Palestínumenn hafa fallið en Ísraelar. Ísraelski herinn hefur síðan á laugardag haldið úti linnulausum loftárásum á Gasaströndina, sprengt upp íbúðarhús, skóla og jafnvel húsnæði Sameinuðu þjóðanna. „Ég held ekki að Ísraelar beiti vopnum sínum systematískt að almennum borgurum,“ svaraði Stefán Einar og vísaði til þess að Ísraelar hafi oft gefið viðvörun áður en sprengjum hefur verið sleppt á hús. Því hafa þeir nú hætt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Vísir/Vilhelm „Egyptar eru búnir að loka landamærunum í suðri, þeir vilja ekki hleypa sérstaklega Hamas-liðunum, til sín. Við verðum að skoða þetta í samhengi og það er ekki hægt að stilla þessu upp sem svart-hvítum veruleika. Hamas-samtökin ná völdum á Gasaströndinni 2006 minnir mig,“ sagði Stefán Einar. „Voði ríkir á svæðinu“ Gyðingar yfirgáfu Gasaströndina árið 2005 og lokuðu svæðið af í kjölfarið með uppbyggingu víggirts múrs. „Ísraelar loka þetta svæði af, einangra það, af því að þeir búa sífellt við þá ógn sem raungerðist um helgina. Þarna grasserar hryðjuverkaógn, sem við þekktum úr fréttum hér í kring um aldamót þegar var verið að sprengja upp stúdenta á kaffihúsum í Jerúsalem og víðar í Ísrael,“ sagði Stefán Einar. „Þetta svæði er í herkví af ótta við það að annars fari allt úr böndunum innan ísraelskra landamæra. Auðvitað væri það best ef þarna væri hægt að byggja upp atvinnulíf, koma fólki til starfa, koma fólki til mennta, og ekki síst koma fólki undan þessu stjórnarfari. Þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga, af engu tilefni, jafnvel bara vegna kynhneigðar sinnar. Slíkur voði ríkir á svæðinu, ekki bara gagnvart Ísraelum heldur gagnvart Palestínumönnum sjálfum.“
Átök í Ísrael og Palestínu Pallborðið Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00 Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32 Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vaktin: Orðin mannskæðustu átök á svæðinu í 75 ár Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. 10. október 2023 21:00
Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. 10. október 2023 09:32
Einn leiðtoga Hamas segir veikleika varna Ísrael hafa komið á óvart Hamas-samtökin segjast undirbúin undir langt stríð við Ísrael og að þau muni freista þess að eiga viðræður um fangaskipti; gíslana sem teknir voru á laugardag fyrir Palestínumenn í haldi í Ísrael og erlendis. 10. október 2023 08:05