Sigraðist á eistnakrabbameini þrátt fyrir að bíða í marga mánuði með að fara til læknis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Henri Lansbury endaði ferilinn á því að fara upp um deild með Luton Town áður en skórnir fóru upp í hillu. Richard Heathcote/Getty Images Hinn 32 ára gamli Henri Lansbury lagði knattspyrnuskóna nýverið á hilluna. Í viðtali við Sky Sports staðfesti þessi fyrrverandi miðjumaður að hann hefði sigrast á eistnakrabbameini árið 2016 er hann var leikmaður Nottingham Forest í ensku B-deildinni. Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu. Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira