Hvað verður um pappírinn þinn? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 10. nóvember 2023 10:01 Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorphirða Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30 Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun