Þrátt fyrir góðan lokasprett þá þurfti Stjarnan að sætta sig við eins marks tap gegn Fram á heimavelli í kvöld, lokatölur 31-32.
Starri Friðriksson var magnaður í liði Stjörnunnar með 10 mörk. Rúnar Kárason gerði slíkt hið sama í liði Fram. Þá var Reynir Þór Stefánsson með 9 mörk. Adam Thorstensen varði 19 skot í marki Stjörnunnar á meðan Lárus Helgi Ólafsson varði 10 skot í marki Fram.
Valsmenn unnu öruggan sigur á Seltjarnarnesi, lokatölur 29-39. Andri Fannar Elísson skoraði 9 mörk í liði Gróttu á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði 8 mörk í liði Vals. Ísak Gústafsson kom þar á eftir með 7 mörk.
Valur er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 8 sigra og eitt tap í fyrstu 9 leikjum tímabilsins. Fram er í 4. sæti með 11 stig, Grótta er í 9. sæti með 6 stig og Stjarnan er sæti neðar með 5 stig.
Í Olís-deild kvenna vann Afturelding góðan eins marks útisigur á Stjörnunni í Garðabæ, lokatölur 22-23.
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 8 mörk í liði Stjörnunnar og Anna Karen Hansdóttir kom þar á eftir með 7 mörk. Darija Zecevic varði 11 skot í markinu. Katrín Helga Davíðsdóttir skoraði 6 mörk í liði Aftureldingar og Saga Sif Gísladóttir varði 12 skot í markinu.
Um var að ræða annan sigur Aftureldingar á tímabilinu og liðið því komið með 4 stig í 7. sæti á meðan Stjarnan er í botnsætinu með 3 stig.