Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi, segir í svari til fréttastofu að truflanir hafi orðið á netsambandi vegna netárásar sem hafi haft áhrif á sum af greiðslukerfum Rapyd. Meðal þjónustuaðila sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu er miðaþjónustan Tix.is og bensínstöðvar Orkunnar.
„Teymi Rapyd á Íslandi vinnur hörðum höndum að lagfæringu á þeim kerfum sem urðu fyrir áhrifum. Rétt er að taka fram að öryggi gagna viðskiptavina og annarra eru ekki í hættu. Við vonumst til að þetta komist í lag sem fyrst.“
