Fyrir leikinn var Fiorentina í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig á meðan Roma var á toppnum með 24.
Alexandra byrjaði á miðjunni hjá Fiorentina en það var Roma sem byrjaði leikinn betur en Giada Greggi náði forystunni fyrir liðið á 24. mínútu. Alexandra og liðsfélagar hennar voru þó ekki lengi að jafna metin en það gerðist á 29. mínútu og var það Miriam Longo sem skoraði markið. Staðan 1-1 í hálfleik.
Það var aðeins eitt mark skorað í seinni hálfleiknum og var það Benedetta Glionna sem skoraði það fyrir Roma á 60. mínútu. Staðan orðin 2-1 og voru það lokatölur leiksins.
Eftir leikinn er Fiorentina enn í þriðja sætinu með 19 stig á meðan Roma er komið með 27 stig á toppnum.