Bournemouth sótti Man United heim og pakkaði heimamönnum einfaldlega saman. Solanke braut ísinn strax á 5. mínútu með góðri afgreiðslu.
nsk„Magnað. Að vinna á Old Trafford á er ótrúlegt fyrir alla. Þetta er einn besti leikvangur í heimi og eitt besta félag í heimi svo strákarnir eru yfir sig ánægðir með sigurinn.“
„Örugglega, myndi segja það og sömuleiðis sýnir þetta í hvaða átt við stefnum. Maður hefur fundið sjálfstraustið aukast á undanförnum vikum,“ sagði Solanke aðspurður hvort þetta væri stærsti sigur í sögu Bournemouth.
„Í augnablikinu líður okkur eins og við getum unnið hvern sem og það mátti sjá í dag.“
„Held það sé bara ró, Old Trafford er magnaður leikvangur og auðvelt að láta það hafa áhrif á sig en við héldum ró okkar.“
„Við vorum öruggir á boltann, héldum í hann og sóttum þegar við gátum. Héldum pressunni uppi allan leikinn. Erum í sjöunda himni með úrslit dagsins.“