Littler mætti hinum kanadíska Matt Campbell í kvöld og fór með nokkuð öruggan 4-1 sigur af hólmi eftir að hafa unnið fyrstu þrjú settin.
Önnur úrslit kvöldsins voru nokkurn veginn eftir bókinni. Hinn hollenski Michael van Gerwen, margfaldur meistari og númer tvö á heimslistanum, vann 4-0 yfirburðasigur á landa sínum Richard Veenstra.
Í síðustu viðureign kvöldsins tókst Englendingurinn og ríkjandi heimsmeistarinn, Michael Smith, á við Madars Razma frá Lettlandi. Heimsmeistarinn átti ekki í miklum erfiðleikum með Razma og lokaði viðureigninni 4-1.
Keppnin í 16-manna úrslitum hefst strax á morgun og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.