Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2024 20:00 Gríðarlegur metnaður er í búningum og skreytingum eins og sést. Þessi mynd er tekin á heimavist Gryffindor. Vísir/Arnar Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin. Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Líkt og í galdraskólanum hefur nemendum á unglingastigi í Norðlingaskóla verði skipt á heimavistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver og ein heimavist er skreytt á metnaðarfullan hátt og keppa þær í ýmsum þrautum, undirbúa hópatriði og leysa námsverkefni - allt með áherslu á samstöðu og hópefli. Galdraseyði og Quidditch „Þau eru búin að vera að búa til galdraseyði og hafa gera fréttir í spámannstíðindum,“ sagði Fanney Snorradóttir, kennari við skólann. „Við vorum að skreyta stofurnar, svo eru alls konar vistaverkefni sem maður á að gera til að fá stig. Við vorum að enda við að keppa í Quidditch þar sem Slytherinn, sem er mitt lið vann. Það er mjög virt keppni,“ sagði Ingvi Þór Freysson, 14 ára nemandi. „Þau fá svolítið frelsi. Þau fara ein eiginlega án okkar kennaranna og eru að búa til sitt atriði svo sýna þau okkur þau og breytingarnar hér inni,“ sagði Hafdís Helgadóttir, stærðfræðikennari. Þjálfi félagsfærni Nemendurnir eru hrifnir. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að hóparnir vinna allir saman og læra,“ sagði Eydís Dröfn Fannarsdóttir, 15 ára nemandi við skólann. „Það sem er svo skemmtilegt og áhugavert við þetta í skólastarfinu er hvað þetta hefur gríðarlega jákvæð áhrif á félagsfærni og alla jákvæðni á skólabraginn, sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri sem í dag var klædd sem Dumbledore, skólastjóri Hogwarts. Nemendurnir hafa meðal annars lært að gera galdraseyði eins og sönnum galdramönnum sæmir.stöð 2/skjáskot Læri helling „Við förum í tíma, þrjá tíma á dag og þá erum við að læra alls konar tengdu Harry Potter með stærfræðiívafi eða íslenskuívafi. Þannig við erum að læra fullt á meðan við erum að skemmta okkur,“ bætir Ingvi Þór við. Og búningarnir eru sérlega metnaðarfullir. Eiga allir kennarar skólans svona búninga í skápnum? „Fólk fer og leitar til vina, setur saman sjálft og hjálpar hvor öðru,“ segir skólastjórinn. „Systir mín er kjólaklæðskeri. Hún saumaði þetta á mig. Gera það ekki allir?“ spyr Fanney. Hvaða búningur er flottastur? „Okkar, ljónið,“ segir Hinrik Örn Óskarsson, 15 ára. Nemendur blómstri sem aldrei fyrr Krakkarnir segja vikuna hafa slegið í gegn og vilja meira. „Þetta er annað hvert ár, það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta hvert einasta ár.“ Aðspurðar segja kennararnir algjörlega tilefni til að gera meira af því að kenna nemendum í gegnum leik, enda sjá þær nemendur skríða út úr skelinni og blómstra á þemadögunum. „Bara hundrað prósent, maður sér leiðtogahæfni, listamennina. Þau springa út og blómstra,“ segir Hafdís.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira