Í gær var greint frá því að Guðmundur Baldvin Nökkvason myndi leika með Stjörnunni á komandi tímabili á láni frá Mjällby í Svíþjóð.
Í dag greindi Fótbolti.net svo frá því að talsverðar líkur séu á því að Óli Valur Ómarsson sé á leið til Stjörnunnar frá sænska liðinu Sirius.
Óli Valur gekk í raðir Sirius frá Stjörnunni í júlí 2022. Hann lék þrettán deildarleiki með liðinu 2022 en aðeins tvo í fyrra.
Hinn 21 árs Óli Valur, sem leikur jafnan sem hægri bakvörður, spilaði 37 leiki með Stjörnunni í Bestu deildinni áður en hann hélt utan.
Óli Valur hefur leikið 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað tvö mörk.