Þó það kunni að hljóma ansi óhugnalega að þúsundir áhorfenda hafi reglulega komið saman ofan á þessari stóru sprengju þá eru fundir sem þessir alls ekki óalgengir í Evrópu. Á hverju ári koma um 2.000 tonn af sprengjum úr seinni heimsstyrjöldinni í leitirnar í Þýskalandi.
Um 3.500 íbúar í næsta nágrenni við völlinn munu þurfa að yfirgefa heimili sín meðan sprengjan verður gerð óvirk en sú aðgerð á að hefjast klukkan tólf á hádegi í dag samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum.
