Mjúkir litatónar, björt rými og fallegir innanstokksmunir flæða á milli rýma á heillandi máta og skapa hlýlega stemningu. Fallegt útsýni er úr eigninni til sjávar og fjalla.
Eldhús og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð. Þaðan er gengið inn rúmgóða stofu. Í eldhúsi er dökk innrétting í bæsaðri eik með steyptri borðplötu og vask. Eldhúseyja er einnig steypt með áfastri borðaðstöðu.
Samtals eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.






