Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 15:09 Frá mótmælaaðgerðunum í Tíblisi. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Umrætt frumvarp snýr að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Til stóð að samþykkja frumvarp um lögin í fyrr en hætt var við það eftir umfangsmikil mótmæli. Umrædd lög svipa mjög til laga Rússlandi sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lögin hafa verið notuð gegn hjálparsamtökum, sjálfstæðum fjölmiðlum, mannréttindasamtökum og öðrum. Andstæðingar frumvarpsins í Georgíu hafa kallað það „rússnesk lög“. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Frumvarpið fór í gær í gegnum aðra af þremur umræðum á þingi og stækkuðu mótmælin við þinghúsið verulega við það, samkvæmt frétt New York Times. Búið er að fresta þingfundi sem átti að vera í dag. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum í gærkvöldi. Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Samkvæmt Reuters hefur hann sagt að lögin séu nauðsynleg til að tryggja gegnsæi og að Georgía verði að verja fullveldi sitt gegn Vesturlöndum. EPA/DAVID MDZINARISHVILI Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa sagt að verði frumvarpið að lögum, myndi það koma verulega niður á vonum Georgíubúa varðandi mögulega inngöngu í sambandið. I am following the situation in Georgia with great concern and condemn the violence on the streets of Tbilisi.The Georgian people want a European future for their country.Georgia is at a crossroads. It should stay the course on the road to Europe.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) May 1, 2024 EPA/DAVID MDZINARISHVILI EPA/DAVID MDZINARISHVILI
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira