Xi sagði við komuna til Frakklands að viðskiptasaga Frakka og Kínverja hefði verið farsæl og góð fyrirmynd fyrir alþjóðasamfélagið. Þó eru blikur á lofti því harðar deilur hafa verið á milli landanna tveggja í tengslum við innflutning á rafbílum til Frakklands og koníaki til Kína.
Evrópusambandið hefur hafið athugun á því hvort leggja eigi aukin gjöld á rafbíla frá Kína, sem eru töluvert ódýrari en evrópskir rafbílar vegna niðurgreiðslu kínverskra stjórnvalda.
Macron er sagður munu reyna að fá Xi ofan af því að grípa til hefndaraðgerða vegna athugunarinnar, til að mynda með auknum álögum á franskt koníak og landbúnaðarvörur.
Xi mun einnig funda með Úrsulu von der Leyen sem ætlar að ræða við hann um viðskipti við Evrópusambandið en einnig að reyna að fá hann til að hafa áhrif á Vladimír Pútín Rússlandsforseta og stríðsrekstur hans í Úkraínu.