Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 07:40 Mikil umræða er í hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi á Facebook. Er að merkja á íslenskum neytendum að verð rjúki víða upp. Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á [email protected]. Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á [email protected].
Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á [email protected].
Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira