Ísland á pari við San Marínó og Mónakó en langt á eftir Kýpur Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:02 Hákon Svavarsson, Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands á ÓL í París. ÍSÍ Aðeins þrjár Evrópuþjóðir koma til með að eiga færri keppendur en Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar. Ísland á fimm keppendur líkt og San Marínó, Mónakó og Malta. Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira
Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira