Í fréttatilkynningu segir meðal annars:
„Það rigndi nánast stanslaust á hátíðargesti alla laugardagsnóttina en þeir létu það enn og aftur ekkert á sig fá. Uppselt var á hátíðina alla helgina og mikill ágangur frá fólki sem ekki hafði tryggt sér miða að komast á hátíðina. Baksviðs var því fleygt að líklega væri Kótelettan því orðin fyrsta vatnshelda tónlistarhátíðin á Íslandi því það rigning truflaði hvorki gesti, listafólkið eða skipulagið.
Grillhátíðin og fjölskyldu dagskráin í Sigtúnsgarðinum yfir miðjan daginn í gær tókst líka afskaplega vel. Grillað var til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en hátíðin er einn stærsti stuðningsaðili félagsins á Íslandi.“
Ljósmyndarinn Viktor Freyr var á svæðinu og náði ýmsum skemmtilegum myndum af fólkinu á Kótelettunni:





















